Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 03. febrúar 2020 14:38
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Blikar sagðir girnast Valdimar
Valdimar Þór Ingimundarson.
Valdimar Þór Ingimundarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagan segir að Breiðablik vilji fá sóknarleikmanninn Valdimar Þór Ingimundarson frá Fylki. Þessi tvítugi leikmaður hefur spilað fjóra leiki með U21-landsliðinu.

Hjörvar Hafliðason sagði í hlaðvarpsþætti sínum, Dr. Football, að Árbæingar ætli að halda leikmanninum í sínum röðum og hann sé einfaldlega ekki til sölu.

„Valdimar er frábær ungur leikmaður en þarf eins og fleiri í þessu Fylkisliði að ná meiri stöðugleika og fleiri góðum leikjum. Það eru rosalegir hæfileikar í honum," sagði Tómas Þór Þórðarson þegar rætt var um Valdimar í útvarpsþættinum Fótbolti.net um helgina.

Elvar Geir Magnússon tók undir þessi orð.

„Hann var geggjaður í flestum leikjum sem ég sá með Fylki í fyrra. Þetta er leikmaður sem hefur rosalega mikið, er með allan pakkann. Hann gæti orðið banvænt vopn hjá Fylki," sagði Elvar.

Fylki var spáð tíunda sæti í ótímabæru spánni sem opinberuð var á X977 á laugardag.
Fyrsta ótímabæra spáin fyrir Pepsi Max-deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner