mið 03. mars 2021 23:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjubikarinn: KÁ skoraði ellefu mörk gegn KM
Ólafur Sveinmar gerði þrennu fyrir KÁ.
Ólafur Sveinmar gerði þrennu fyrir KÁ.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KÁ 11 - 1 KM
1-0 Karl Viðar Magnússon ('10)
2-0 Alexander Snær Einarsson ('26)
3-0 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('32, víti)
4-0 Guðmundur Arnar Jónsson ('38)
5-0 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('50)
6-0 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('53)
7-0 Gunnar Már Þórðarson ('56)
7-1 Sigþór Marvin Þórarinsson ('63)
8-1 Aron Hólm Júlíusson ('72)
9-1 Daníel Freyr Ólafsson ('82)
10-1 Aron Hólm Júlíusson ('91)
11-1 Þórður Örn Jónsson ('93)

KÁ burstaði KM í C-deild Lengjubikars karla á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Bæði þessi lið leika í 4. deild karla.

KÁ var 4-0 yfir í hálfleik og var staðan orðin 7-1 eftir rúmlega tíu mínútur í seinni hálfleik. Ólafur Sveinmar Guðmundsson skoraði þrennu fyrir KÁ og voru þeir Karl Viðar Magnússon, Alexander Snær Einarsson, Guðmundur Arnar Jónsson og Gunnar Már Þórðarson einnig á skotskónum.

KM tókst að minnka muninn á 63. mínútu og var það Sigþór Marvin Þórarinsson sem skoraði markið.

KÁ bætti hins vegar við fjórum mörkum í viðbót. Aron Hólm Júlíusson gerði tvennu og Daníel Freyr Ólafsson og Þórður Örn Jónsson hin mörkin tvö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner