Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. mars 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spænski bikarinn: Barcelona í úrslit eftir mikla dramatík
Barcelona spilar til úrslita.
Barcelona spilar til úrslita.
Mynd: Getty Images
Barcelona 3 - 0 Sevilla (samanlangt 3-2)
1-0 Ousmane Dembele ('12)
2-0 Gerard Pique ('94)
3-0 Martin Braithwaite ('95)

Barcelona er komið í bikarúrslitaleikinn á Spáni eftir sigur á Sevilla og mikla dramatík.

Börsungar töpuðu fyrri leiknum í einvíginu 2-0 á heimavelli Sevilla. Leikurinn í kvöld byrjaði vel fyrir Börsunga þegar Ousmane Dembele skoraði stórglæsilegt mark.

Sevilla fékk tækifæri til að sér í býsna góða stöðu í einvíginu á 73. mínútu en Marc Andre Ter Stegen varði vítaspyrnu Lucas Ocampos.

Það virtist stefna í 1-0 sigur Barcelona sem var ekki nóg. Á 94. mínútu kom hins vegar mark sem varð til þess að leikurinn fór í framlengingu. Miðvörðurinn Gerard Pique skoraði þá með skalla eftir sendingu Antoine Griezmann.

Leikurinn fór í framlengingu eftir mark á síðustu andartökum leiksins. Snemma í framlengingunni skoraði svo danski sóknarmaðurinn Martin Braithwaite markið sem fleytti Barcelona í úrslitaleikinn. Sevilla byrjaði framlenginguna einum færri eftir Fernando fékk rauða spjaldið á 92. mínútu. Sevilla endaði leikinn með níu menn inn á vellinum þar sem Luuk de Jong fékk rautt í framlengingunni.

Sevilla náði ekki að svara og Barca mætir annað hvort Levante eða Athletic Bilbao í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner