Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. mars 2021 09:00
Aksentije Milisic
Zlatan um Lukaku: Það sem gerist á vellinum verður eftir þar
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, segir að það séu engin vandræði á milli hans og Romelu Lukaku.

Þessum fyrrum samherjum lenti saman í leik Inter og AC Milan í ítalska bikarnum á dögunum. Þeir hnakkrifust og þurftu menn að draga Lukaku í burtu frá Svíanum.

Ibrahimovic talaði um þáttöku sína á Sanremo tónlistarhátíðinni í þessari viku og var spurður út í það, hvað myndi gerast ef þáttastjórnandinn Amadeus, sem er aðdáandi Inter, myndi bjóða Lukaku að koma með á hátíðina.

„Ef hann vill koma, þá er hann velkominn. Það sem gerist á vellinum verður eftir þar. Það eru engin vandræði," sagði Zlatan.

Zlatan og Sinisa Mihaljovic, þjálfari Bologna, munu syngja lag saman á hátíðinni. Zlatan vonast eftir því að Serbinn kunni ekkert að syngja.

„Vonandi kann hann ekkert að syngja, þá verðum við allavega á sömu blaðsíðunni þarna."
Athugasemdir
banner
banner