banner
   fös 03. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik/Milan)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslagu Munda Gunnlaugsdóttir.
Áslagu Munda Gunnlaugsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásta Eir Árnadóttir.
Ásta Eir Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragna Björg Einarsdóttir
Ragna Björg Einarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór í janúar að láni til ítalska risaliðsins AC Milan frá Breiðabliki. Berglind byrjaði gífurlega vel hjá Milan en kórónaveiran hefur sett sitt strik í reikninginn. Berglind er í dag á Ítalíu en hún stefndi á að koma heim í maí.

Berglind sagði í viðtali við Fótbolta.net þegar hún var nýkomin til Ítalíu að hún ætlaði sér að skora meira en Zlatan. Hún náði að gera það á þeim tíma sem enn var spilað.

Berglind sagði frá hinni hliðinni sinni fyrir rétt rúmlega tíu árum en margt breytist á áratugi.

Sjá einnig:
Berglind Björg: Sumir dagar erfiðari en aðrir
Berglind Björg: Ótrúlega skrýtin staða að vera í
Berglind Björg: Ég mun skora meira en Zlatan

Fullt nafn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Gælunafn: Eins og staðan er núna þá er ég kölluð Björg hérna á Ítalíu

Aldur: 28 ára

Hjúskaparstaða: Bara góð 🙂

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég var 15 ára. Kom inná á móti Val. Mitt hlutverk var að elta drottninguna hana Kötu Jóns allan tímann.

Uppáhalds drykkur: Kristall

Uppáhalds matsölustaður: Nings og Local

Hvernig bíl áttu: Hyundai i10

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson

Fyndnasti Íslendingurinn: Helga Braga

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, bláber/jarðarber og myntukúlur

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Omg!! Have you looked outside?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liverpool

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Wendie Renard

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Steini Halldórs

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Verð að gefa Rögnu Björgu þennan titil

Sætasti sigurinn: Úfff þeir eru nokkrir. En segi bara fyrsti leikurinn sem ég spilaði fyrir AC Milan. Unnum Roma 3-2 og ég skoraði sigurmarkið á 90 mín

Mestu vonbrigðin: Ætli það sé ekki bara tímabilið heima síðasta sumar...

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr íslensku liði í þitt lið: Ég væri til í að fá Ástu Eir hingað út til mín

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þeir eru nokkrir

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dóra María

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Þær eru nokkrar grimmar hérna í AC Milan

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég skoraði fyrsta A landsliðsmarkið mitt og grét í kjölfarið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekjaraklukkuna

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það hafi ekki verið bara þegar ég hitti Ruud Van Nistelrooy í fyrsta skipti

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Önnu Björk, Söru Björk og Sonný Láru. Þessi hópur ætti ekki að klikka

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég tala upp úr svefni

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Áslaug Munda, fædd 2001 og elskar Stjórnina

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búin að gera 120 armbeygjur

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Ég geri heimaæfingar því við megum alls ekki fara út að hlaupa, læra og þróa mig áfram í eldhúsinu

Hin hliðin - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik) (2010)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner