Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   fös 03. apríl 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
KR selur ársmiða til að bjarga rekstrinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: KR
Knattspyrnufélög og fyrirtæki víða um heim eiga í fjárhagsörðugleikum þessa dagana vegna faraldursins sem ríður nú yfir langstærsta part heimsbyggðarinnar.

Íslensk félög eru engin undantekning og ljóst að reksturinn verður ansi erfiður ef Íslandsmótið fer ekki af stað á næstunni.

Íslandsmeistarar KR eru byrjaðir að selja ársmiða til að bjarga rekstrinum og hvetja KR-inga nær og fjær til að leggja félaginu sínu lið.

„Kæru KR-ingar,

„Líkt og öllum er nú ljóst hefur komandi Íslandsmóti verið frestað og alls óvíst hvenær boltinn fer að rúlla á nýjan leik. Við KR-ingar höfum titil að verja og setjum markið hátt sem fyrr. Við ætlum okkur að vera tilbúin þegar flautað verður til leiks og hafa leikmenn okkar, hvort sem er í meistaraflokkum eða yngri flokkum æft af krafti. Við höfum hvergi slakað á í samkomubanni og æfa allir KR-ingar nú á fullu, en þó heimavið,"
segir í bréfi frá Páli Kristjánssyni, formanni knattspyrnudeildar KR.

„Rekstur deildarinnar er þungur. Við höfum orðið fyrir verulegu tekjutapi en öll höfum við þó sömu markmið og áður. Við ætlum okkur titla. Til þess að halda úti rekstri sem þessum höfum við ákveðið að hefja sölu ársmiða fyrir komandi tímabil. Þannig hvetjum við alla sem einn til þess að ganga til liðs við KR-klúbbinn og tryggja sér þannig ársmiða á heimaleiki okkar. Þá bjóðum við líka uppá Gullmiða og miðahefti. Stuðningur sem þessi skiptir okkur öllu máli. Okkur munar um hvern einasta meðlim, fyrir utan það að auðvitað á hver einn og einasti KR-ingur að vera skráður í KR-klúbbinn.

„Allar nánari upplýsingar er að finna inn á KR.is."

Athugasemdir
banner
banner
banner