Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. apríl 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Samúel Kári hafði betur gegn Anthony Evans
Samúel Kári og Anthony Evans.
Samúel Kári og Anthony Evans.
Mynd: Mirko Kappes
Þýska úrvalsdeildarfélagið Paderborn birti í dag skemmtilegt myndband á Youtube-síðu sinni þar sem landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson er í aðalhlutverki.

Samúel Kári keppir við Anthony Evans, enskan leikmann Paderborn, í þremur mismunandi áskorunum.

Samúel, sem á átta A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd, gekk í raðir Paderborn frá Viking í Noregi í janúar síðastliðnum. Þessi 24 ára gamli leikmaður hafði spilað í þremur úrvalsdeildarleikjum áður en fótbolti í Þýskalandi var stöðvaður vegna kórónuveirunnar.

Hér að neðan má sjá myndbandið, en Samúel Kári hafði að lokum betur gegn Evans og var það nokkuð sannfærandi.


Athugasemdir
banner
banner