Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. maí 2021 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Allardyce: Þurfum kraftaverk
Sam Allardyce
Sam Allardyce
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri WBA, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef liðið ætlar sér að spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

WBA er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir en liðið er tíu stigum frá öruggu sæti og möguleikinn á að halda sér uppi lítill.

Liðið þarf að vinna alla fjóra leikina sem eftir eru og vonast til þess að Newcastle tapi að minnsta kosti þremur leikjum. Það þyrfti þó kraftaverk til þess.

„Þetta eru þvílík vonbrigði í heildina því við áttum skilið sigurinn miðað við færin sem við sköpuðum. Markið hjá þeim var alger heppni," sagði Allardyce.

„Við spiluðum ekki vel í fyrri hálfleik og þurftum að breyta um leikkerfi. Ég sagði þeim að reyna ekki of mikið af erfiðum sendingum því rigningin var mjög þung. Andstæðingurinn gerir fleiri mistök ef við náðum gæðaboltum fram og það hjálpaði okkur að komast inn í leikinn."

„Conor Townsend og Conor Callagher komust báðir einn á móti markverði en náðu ekki að skora. Það hefði hjálpaði okkur í baráttunni. Við erum enn að berjast og getum enn náð 38 stigum."

„Ég veit það yrði algert kraftaverk ef öll liðin fyrir ofan okkur tapa sínum leikjum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner