Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   mið 04. maí 2022 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það skiptir voðalega litlu máli eins og margir vita"
Lengjudeildin
Marki fagnað gegn KM á dögunum.
Marki fagnað gegn KM á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gróttu er spáð 9. sæti í spá Fótbolta.net og í tilefni af því var rætt við fyrirliðann Arnar Þór Helgason í dag.

„Mér líst hrikalega vel á nýtt tímabil og ég er bara mjög spenntur að spila fyrsta leikinn á laugardaginn," sagði Arnar.

„Við misstum nokkra góða pósta úr liðinu frá því í fyrra en mér finnst hópurinn bara vera frábær. Hann er stór, nóg af ungum og efnilegum leikmönnum og ég tel okkur vera með frábæran hóp."

Grótta endaði í sjötta sæti í fyrra. Getur liðið barist í efri hlutanum í sumar?

„Já, af hverju ekki? Þetta er jöfn deild og ég tel okkur vera með hópinn til að berjast við þessi stóru lið. Við ætlum bara að reyna vinna eins marga leiki og við getum og ef við vinnum nóg af leikjum þá verðum við alltaf í toppbaráttunni."

Hvernig finnst þér nýi þjálfarinn Chris Brazell hafa komið inn í hlutina?

„Mér finnst hann hafa haldið áfram frábæru starfi frá því í fyrra. Það eru komnir fleiri Bretar í þjálfarateymið og Dóri líka. Þeir eru búnir að gera gott starf í vetur og ég er bara mjög spenntur að sjá hvernig þeir tækla áskorunina í sumar. Ég held að þeir verði bara flottir."

„Undirbúningtímabilið hefur svo sem ekki verið öðruvísi frá því síðasta, mjög svipað. Ég held að við séum með breiðari hóp og ég tel samkeppnina vera sterka í öllum stöðum. Við erum ekki búnir að ná í góð úrslit á undirbúningstímabilinu en það skiptir voðalega litlu máli eins og margir vita."


Arnar vildi ekki fara djúpt í breyttar áherslur í leik Gróttu. Að lokum var Arnar spurður út í sig sjálfan: „Ég er klár í slaginn, að sjálfsögðu," sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner