
„Mér fannst við spila ágætlega, það vantaði bara ná boltanum inn og svo nátturlega fengum við mark á okkur úr föstu leikatriði, víti og svona sem er alveg sárt en mér finnst við alveg eiga að ganga stolltar frá velli." sagði Bergdís Sveinsdóttir, fyrirliði Víking Reykjavík eftir 4-0 tapið á Kópavogsvelli í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
Víkingur Reykjavík var að koma sér í fínar stöður en náðu ekki að klára þær góðu stöður sem liðið var að koma sér í.
„Klárlega. Við þurfum að bæta það að klára færin okkar."
Víkingur hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni núna. Hvað þarf liðið að gera til að ná í sigur í næstu umferð.
„Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, mér fannst við spila vel í dag. Við eigum Fram í næstu umferð og við ætlum að gera betur þar."
Breiðablik eru ríkjandi Íslandsmeistarar og hafa unnið alla sína heimaleiki mjög sannfærandi á Kópavogsvelli það sem af er sumri. Er erfitt að koma í Kópavoginn?
„Þær eru drullu góðar í fótbolta en við erum það líka og mér finnst þessi úrslit ekki segja nákvæmlega til hvernig leikurinn spilaðist."