mán 03. júní 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fær Hoogewerf frá Ajax (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Manchester United er búið að krækja í Dillon Hoogewerf, 16 ára framherja sem kemur til félagsins frá Ajax.

Hoogewerf er afar snöggur og leikinn með boltann en er rétt í kringum 160cm á hæð. Hann á eftir að vaxa á næstu árum og gæti vöxturinn skipt sköpum fyrir hvernig hann þróast sem leikmaður.

Framherjinn skoraði 10 mörk og lagði 6 upp í U17 deildinni á nýliðnu tímabili og hreif Johnny Heitinga, þjálfara U19 landsliðsins. Hoogewerf spilaði reglulega fyrir U15 og U16 landslið Hollands en er búinn að spila fimm leiki fyrir u19 liðið á tímabilinu.

„Við viljum óska Dillon góðs gengis í framtíðinni. Við gerðum allt í okkar valdi til að halda honum en að lokum er þetta hans ákvörðun," segir í yfirlýsingu frá Ajax.

View this post on Instagram

@topsmmofficial

A post shared by @ dillonhoogewerf on


Athugasemdir
banner
banner