Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 03. júní 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum liðsfélagi Deeney vaknaði úr dái talandi frönsku
,,Hélt ég væri sex ára"
Troy Deeney hefur skorað 129 mörk fyrir Watford. Hann gerði 27 fyrir aðallið Walsall áður en hann skipti yfir.
Troy Deeney hefur skorað 129 mörk fyrir Watford. Hann gerði 27 fyrir aðallið Walsall áður en hann skipti yfir.
Mynd: Getty Images
Saga Rory Curtis er nokkuð eðlileg að undanskildum deginum sem vaknaði úr dái talandi reiprennandi frönsku. Hann mundi ekki eftir æsku sinni i akademíu Manchester United eða bílslysinu sem varð til þess að hann endaði í dái.

Curtis, sem hafði lært smá frönsku í framhaldsskóla, talaði svo fullkomna frönsku þegar hann vaknaði að hjúkrunarfræðingurinn sem annaðist hann, með frönsku að móðurmáli, spurði ættingja hans úr hvaða héraði Frakklands þau væru.

Curtis var 22 ára gamall þegar hann varð fyrir slysinu í ágúst 2012. Hann hafði fótbolta sem hlutastarf ásamt byggingarvinnu meðan hann var að vinna í gráðu í íþróttafræði og sálfræði.

Hann þótti þó afar efnilegur í æsku og komst inn í akademíu Manchester United þrettán ára gamall. Hann var þó ekki tilbúinn til að flytja frá fjölskyldunni og gerði Man Utd samning við Walsall.

Curtis gerði frábæra hluti hjá Walsall og myndaði öflugt framherjapar með Troy Deeney þar sem þeir unnu deildina sína tvö ár í röð. Curtis tók þó ekki gæðastökkið sem þurfti og komst aldrei jafn langt og félagi sinn sem er í dag fyrirliði Watford.

Með tímanum byrjaði minni Curtis að koma til baka en fyrstu vikurnar eftir dáið voru stórskrýtnar. Einn morguninn vaknaði Curtis og hélt að hann væri sex ára gamall.

„Þegar ég vaknaði þann morguninn hélt ég að ég væri sex ára gamall. Ég hélt að amma, afi og hundurinn sem við áttum þá væru ennþá til staðar. Svo var ég átta ára, svo tíu ára, svo tólf ára. Ég fór í gegnum öll þessi mismunandi skeið og móðir mín þurfti stöðugt að minna mig á ég væri ekki barn," sagði Curtis við BBC.

„Hjúkkan var frönsk og þegar hún spurði hvaðan í Frakklandi ég væri fór mamma bara að hlæja. Hún er írsk. Hjúkkan hélt ég væri franskur
því ég talaði sérstaka mállýsku. Það tók mig sex til átta mánuði að ná mér eftir þetta."


Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá hvarf frönskukunnátta Curtis eftir skamma stund og talar hann ensku í dag. Hann gaf íþróttadrauminn upp á bátinn og starfar sem hárgreiðslumaður.
Athugasemdir
banner
banner