Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. júní 2023 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Casemiro: Heimsklassa leikmenn alltaf velkomnir
Mynd: EPA

Casemiro miðjumaður Manchester United vonast til að það verði nóg að gera hjá félaginu á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Hann vill fá fleiri heimsklassa leikmenn til liðsins.


„Þegar heimsklassa leikmenn koma inn þá eru þeir alltaf velkomnir. Við viljum gæðaleikmenn, það er mikilvægt að hafa eins mikil gæði í hópnum og hægt er," sagði Casemiro.

Hann treystir félaginu til að næla í sterka leikmenn.

„Við leikmennirnir vitum að það er fólk sem hefur þekkinguna til að gera það. Við erum með John [Murtough, yfirmann fótboltamála] sem náði í mig svo ég hef fullkomna trú á honum ásamt hans starfsfólki og stjóranum. Félagið hefur alltaf síðasta orðið og leikmennirnir eiga ekki að vera með puttana í þessu," sagði Casemiro.

„Því betri leikmenn sem þú hefur þeim mun betra. Því við vitum að með fullt af klassa leikmönnum er samkeppni og það þýðir að þú klárar tímabilið í betra formi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner