Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
   lau 03. júní 2023 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Hætti í liðinu sínu til að verja land sitt - féll á vígvellinum í gær
Mynd: W?grzcanka W?grzce Wielkie

Úkraínski fótboltamaðurinn Mykola Zhydkov féll frá í stríðsátökum í Úkraínu í gær þegar hann varði land sitt.


Það vakti athygli í nóvember þegar þessi 22 ára gamli leikmaður ákvað að yfirgefa félagið sitt, W?grzcanka W?grzce Wielkie í Póllandi og fara til Úkraínu til að verja land sitt frá stríðsátökum Rússa.

Eftir lokaleikinn hélt félagið fallega kveðjuathöfn á velllinum honum til heiðurs eins og sjá má hér að neðan.


Félagið tilkynnti svo í gær að leikmaðurinn hafi fallið frá á vígvellinum.

„Okkur voru að berast virkilega sorgleg tíðindi. Leikmaður LKS W?gzcanka sem sneri aftur til Úkraínu í haust til að verja fjölskyldu sína, vinni og heimalandið frá árásum Rússa var drepinn í stríðinu hinum megin við landamæri okkar," sagði í tilkynningu félagsins.

„Miki var virkilega almennilegur kurteis og liðlegur drengur, öllum líkaði vel við hann. Þegar hann fór út á völlinn barðist hann til síðasta blóðdropa til að tryggja liði sínu sigur og þegar kom að því að berjast fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar fórnaði hann því stærsta sem maður getur fórnað svona ungur, hann fórnaði lífi sínu. Við munum sakna þín vinur, en við munum aldrei gleyma þér."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner