Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Vildi ekki tala um áhuga Tottenham eftir að hafa unnið bikarinn
Mynd: Getty Images
Skoska félagið Celtic varði bikarmeistari í Skotlandi í dag undir stjórn Ange Postecoglou en hann gæti tekið við Tottenham Hotspur í sumar.

Celtic vann Inverness, 3-1, í úrslitaleiknum í dag en eftir leik var Postecoglou spurður út í viðræður við Tottenham.

Stjórinn er talinn líklegastur til að taka við Tottenham í sumar en hann vildi ekki ræða framtíðina.

„Ég ætla mér að vera svolítið sjálfselskur. Fjölskyldan mín hefur unnið fyrir því að geta notið augnabliksins og þó það séu mikil vonbrigði fyrir aðra þá er það nákvæmlega sem ég ætla að gera.“

„Ég mun njóta þess eins lengi og mögulegt er þangað til ég verð dreginn í burtu til að ræða aðra hluti“
sagði hann.

Antonio Conte var rekinn frá Tottenham undir lok tímabilsins en Cristian Stellini, aðstoðarmaður hans, stýrði liðinu í næstu leikjum á eftir áður en hann var látinn fara. Ryan Mason tók við út tímabilið en það þykir ólíklegt að hann verði ráðinn til frambúðar.
Athugasemdir
banner
banner