Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. júlí 2020 23:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
3. deild: KV skoraði fimm í fyrri hálfleik - Álftanes lagði Ægi
Björn Axel skoraði tvö í kvöld.
Björn Axel skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveir leikir fóru fram í 3. deild karla í kvöld. KV tók á móti Vængjum Júpíters og Ægir fékk Álftanes í heimsókn.

KV leiddi með fimm mörkum á KR-vellinum þegar flautað var til hálfleiks. Ingólfur Sigurðsson, Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Einar Tómas Sveinbjararson skoruðu eitt mark hver og Björn Axel Guðjónsson tvö. Það var svo Ingimar Daði Ómarsson sem minnkaði muninn á 80. með sárabótarmarki.

Í Þorlákshöfn sóttu gestirnir í Álftanes þrjú stig í þriggja marka leik. Öll mörkin komu á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Helgi Jónsson og Eyjólfur Andri Arason skoruðu mörk gestanna áður en Ásgrímur Þór Bjarnason minnkaði muninn á 83. mínútu. Í millitíðinni höfðu heimamenn brent af vítaspyrnu og Álftnesingar gerðu slíkt hið sama í uppbótartíma.

KV og Ægir eru í toppsætum deildarinnar með sex stig, Álftanes er með fimm stig en Vængir verma botnsætið stigalausir.

KV 5 - 1 Vængir Júpíters

Ægir 1 - 2 Álftanes

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner