Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 03. júlí 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Jón Sveins: Ekkert ef og hefði í þessu
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við byrjuðum leikinn í brekku eins og við höfum svolítið gert í sumar og verið okkar saga. Keflavík er bara mjög erfitt lið heim að sækja og það er ekkert auðvelt að koma hingað og ætla að ná í einhver stig og því miður fannst mér þeir bara vera aðeins sterkari en við í dag.“ Sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-1 tap Fram gegn Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Eftir dapran fyrri hálfleik sem endaði með heimamenn í tveggja marka forystu kom lið Fram ákveðnara út í síðari hálfleik og uppskar að endingu mark þegar um stundarfjórðungur var eftir. Vonin um æsispennandi lokamínútur entist þó ekki lengi og var Keflavík aftur búið að koma sér tveimur mörkum yfir aðeins fjórum mínútum síðar og við það virtist allur vindur úr liði Fram.

„Já við náum ekki upp krafti aftur eftir að þeir skora þriðja markið. Það drap leikinn fyrir okkur. Við komum okkur inn í leikinn og skoruðum annað mark sem var mjög tæp rangstæða en bara einn maður sem var í aðstöðu til að sjá það almennilega.“

Nú þegar ellefu umferðir eru liðnar eða helmingur af fyrri hluta Bestu deildarinar er Jón sáttur með stigasöfnun liðsins?

„Nei ég hefði nú viljað vera með fleiri stig ef ég á að segja alveg eins og er. En það er ekkert ef og hefði í þessu. Þú getur farið yfir alla leikina og spáð í hvort þú hafir átt að vinna eða ekki þannig að ég hefði alveg viljað vera með fleiri stig en þetta er niðurstaðan. “

Sagði Jón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner