Toney fer ekki í janúar - Lewandowski ákveður framtíðina bráðlega - Munoz dreymir um Man Utd - Bayern og Dortmund keppast um De Cat
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   sun 03. júlí 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Jón Sveins: Ekkert ef og hefði í þessu
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við byrjuðum leikinn í brekku eins og við höfum svolítið gert í sumar og verið okkar saga. Keflavík er bara mjög erfitt lið heim að sækja og það er ekkert auðvelt að koma hingað og ætla að ná í einhver stig og því miður fannst mér þeir bara vera aðeins sterkari en við í dag.“ Sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-1 tap Fram gegn Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Eftir dapran fyrri hálfleik sem endaði með heimamenn í tveggja marka forystu kom lið Fram ákveðnara út í síðari hálfleik og uppskar að endingu mark þegar um stundarfjórðungur var eftir. Vonin um æsispennandi lokamínútur entist þó ekki lengi og var Keflavík aftur búið að koma sér tveimur mörkum yfir aðeins fjórum mínútum síðar og við það virtist allur vindur úr liði Fram.

„Já við náum ekki upp krafti aftur eftir að þeir skora þriðja markið. Það drap leikinn fyrir okkur. Við komum okkur inn í leikinn og skoruðum annað mark sem var mjög tæp rangstæða en bara einn maður sem var í aðstöðu til að sjá það almennilega.“

Nú þegar ellefu umferðir eru liðnar eða helmingur af fyrri hluta Bestu deildarinar er Jón sáttur með stigasöfnun liðsins?

„Nei ég hefði nú viljað vera með fleiri stig ef ég á að segja alveg eins og er. En það er ekkert ef og hefði í þessu. Þú getur farið yfir alla leikina og spáð í hvort þú hafir átt að vinna eða ekki þannig að ég hefði alveg viljað vera með fleiri stig en þetta er niðurstaðan. “

Sagði Jón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner