Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 03. júlí 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Jón Sveins: Ekkert ef og hefði í þessu
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við byrjuðum leikinn í brekku eins og við höfum svolítið gert í sumar og verið okkar saga. Keflavík er bara mjög erfitt lið heim að sækja og það er ekkert auðvelt að koma hingað og ætla að ná í einhver stig og því miður fannst mér þeir bara vera aðeins sterkari en við í dag.“ Sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-1 tap Fram gegn Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Eftir dapran fyrri hálfleik sem endaði með heimamenn í tveggja marka forystu kom lið Fram ákveðnara út í síðari hálfleik og uppskar að endingu mark þegar um stundarfjórðungur var eftir. Vonin um æsispennandi lokamínútur entist þó ekki lengi og var Keflavík aftur búið að koma sér tveimur mörkum yfir aðeins fjórum mínútum síðar og við það virtist allur vindur úr liði Fram.

„Já við náum ekki upp krafti aftur eftir að þeir skora þriðja markið. Það drap leikinn fyrir okkur. Við komum okkur inn í leikinn og skoruðum annað mark sem var mjög tæp rangstæða en bara einn maður sem var í aðstöðu til að sjá það almennilega.“

Nú þegar ellefu umferðir eru liðnar eða helmingur af fyrri hluta Bestu deildarinar er Jón sáttur með stigasöfnun liðsins?

„Nei ég hefði nú viljað vera með fleiri stig ef ég á að segja alveg eins og er. En það er ekkert ef og hefði í þessu. Þú getur farið yfir alla leikina og spáð í hvort þú hafir átt að vinna eða ekki þannig að ég hefði alveg viljað vera með fleiri stig en þetta er niðurstaðan. “

Sagði Jón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner