Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 03. júlí 2022 22:20
Sverrir Örn Einarsson
Jón Sveins: Ekkert ef og hefði í þessu
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Jón Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf svekkjandi að tapa. Við byrjuðum leikinn í brekku eins og við höfum svolítið gert í sumar og verið okkar saga. Keflavík er bara mjög erfitt lið heim að sækja og það er ekkert auðvelt að koma hingað og ætla að ná í einhver stig og því miður fannst mér þeir bara vera aðeins sterkari en við í dag.“ Sagði Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-1 tap Fram gegn Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

Eftir dapran fyrri hálfleik sem endaði með heimamenn í tveggja marka forystu kom lið Fram ákveðnara út í síðari hálfleik og uppskar að endingu mark þegar um stundarfjórðungur var eftir. Vonin um æsispennandi lokamínútur entist þó ekki lengi og var Keflavík aftur búið að koma sér tveimur mörkum yfir aðeins fjórum mínútum síðar og við það virtist allur vindur úr liði Fram.

„Já við náum ekki upp krafti aftur eftir að þeir skora þriðja markið. Það drap leikinn fyrir okkur. Við komum okkur inn í leikinn og skoruðum annað mark sem var mjög tæp rangstæða en bara einn maður sem var í aðstöðu til að sjá það almennilega.“

Nú þegar ellefu umferðir eru liðnar eða helmingur af fyrri hluta Bestu deildarinar er Jón sáttur með stigasöfnun liðsins?

„Nei ég hefði nú viljað vera með fleiri stig ef ég á að segja alveg eins og er. En það er ekkert ef og hefði í þessu. Þú getur farið yfir alla leikina og spáð í hvort þú hafir átt að vinna eða ekki þannig að ég hefði alveg viljað vera með fleiri stig en þetta er niðurstaðan. “

Sagði Jón en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner