Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. ágúst 2020 20:20
Brynjar Ingi Erluson
Davies vill vera lengi hjá Bayern
Alphonso Davies
Alphonso Davies
Mynd: Getty Images
Kanadíski landsliðsmaðurinn Alphonso Davies ætlar sér að vera lengi hjá þýska félaginu Bayern München.

Davies, sem er aðeins 19 ára gamall, braut sér leið inn í lið Bayern á síðustu leiktíð og gerði góða hluti.

Hann sló hvert hraðametið á fætur öðru en hann náði að festa sig í sessi í vinstri bakvarðarstöðunni.

Mörg stórlið hafa áhuga á að fá Davies en hann vill eiga langan feril hjá Bayern.

„Ég hef hugsað um hvernig ferillinn verður á eldri árum en ég vil vera eins lengi og möguleiki er á í Þýskalandi. Þegar ég er klár í að leggja skóna á hilluna þá mun ég pottþétt fara út í þjálfun og hver veit hvar ég enda svo. Kannski mun ég þjálfa í Evrópu eða jafnvel fara aftur til Kanada," sagði Davies.
Athugasemdir
banner