Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 03. ágúst 2021 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Allt í einu varð eitt mest döll lið deildarinnar, nokkuð áhugavert"
'Á meðan Zaha er enn í liðinu er allt hægt'
'Á meðan Zaha er enn í liðinu er allt hægt'
Mynd: Getty Images
Spá Fótbolta.net fyrir ensku úrvalsdeildina er á fleygiferð. Crystal Palace er spáð 15. sæti deildarinnar.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, gefur sitt álit á öllum liðum deildarinnar hér á Fótbolta.net. Enski boltinn verður áfram hjá Símanum næstu árin.

Allt í einu varð svona eitt mest döll lið ensku úrvalsdeildarinnar (c), nokkuð áhugavert," segir Tómas.

„Einn besti miðjumaður í sögu deildarinnar, Patrick Vieira, er mættur í stjórastólinn og leysir Íslandsvininn aldna, Roy Hodgson af hólmi. Það vantar aldrei metnaðinn á Selhurst Park og komnir eru tveir strákar sem slógu í gegn í botnbaráttunni í fyrra; Joachim Andersen frá Lyon (Fulham á láni) og Conor Gallagher sem var flottur hjá WBA."

„Á meðan Zaha er enn í liðinu er allt hægt en það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig leikmenn liðsins fóta sig í fótboltanum hjá Vieira eftir mikinn varnarleik og pragmatík hjá Hodgson."
Athugasemdir
banner
banner
banner