Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 03. ágúst 2021 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spá fyrir enska - 15. sæti
Crystal Palace
Crystal Palace er spáð 15. sæti.
Crystal Palace er spáð 15. sæti.
Mynd: EPA
Patrick Vieira tók við stjórn Palace.
Patrick Vieira tók við stjórn Palace.
Mynd: EPA
Wilfried Zaha er áfram lykilmaður.
Wilfried Zaha er áfram lykilmaður.
Mynd: Getty Images
Michael Olise er spennandi.
Michael Olise er spennandi.
Mynd: Getty Images
Benteke skoraði tíu mörk á síðasta tímabili.
Benteke skoraði tíu mörk á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Frá Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace.
Frá Selhurst Park, heimavelli Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í að enska úrvalsdeildin byrji á nýjan leik. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Í 15. sæti er Crystal Palace.

Um liðið: Eftir nokkur stöðugleikaár með Roy Hodgson, þá er Crystal Palace orðið kúl. Liðið hefur ekki endað fyrir ofan tíunda sæti frá því liðið kom upp fyrir átta árum síðan en núna er ákveðin bjartsýni með að það gæti mögulega gerst. Það gerist samt ekki ef spá fréttamanna Fótbolta.net rætist.

Stjórinn: Goðsögn stýrir skútunni á Selhurst Park. Patrick Vieira, sem er einn besti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, tók við Palace í sumar. Vieira er fyrrum fyrirliði Arsenal. Hann er þá fyrrum stjóri New York City FC í Bandaríkjunum og Nice í Frakklandi. Hann kemur til með að fríska annað hvort upp á hlutina eða lenda í öðru Frank de Boer dæmi.

Staða á síðasta tímabili: 14. sæti

Styrkleikar: Með nýjum leikmönnum kemur meiri ferskleiki. Það er ljóst að það er metnaður í félaginu að gera betur. Wilfried Zaha, það er frábært fyrir lið eins og Palace að hafa leikmann eins og hann. Hann á mjög stóran þátt í því að liðið hefur náð að halda sér uppi síðustu ár. Vörnin kemur til með að vera sterkari en í fyrra, sérstaklega í ljósi þess að það er meiri hraði í hjartanu með komu Andersen og Guehi. Vieira er sigurvegari og kemur inn með sigurhugarfar.

Veikleikar: Reynsluleysi; síðustu ár er liðið búið að vera eitt það elsta og hafa haft mikla reynslu. Núna eru margir gamlir og reynslumiklir leikmenn farnir og inn í staðinn hafa komið ungir og efnilegir leikmenn. Það er líka ákveðinn reynslumunur á þjálfaranum sem fór og þjálfaranum sem kom inn. Ef liðið ætlar að koma sér ofar í töflunni, þá væri fínt að fá inn fleiri mörk. Það að Eberechi Eze verði lengi frá, það hjálpar ekki.

Talan: 3
Patrick Vieira, stjóri Palace, vann þrjá úrvalsdeildartitla sem leikmaður. Þetta er sigurvegari!

Lykilmaður: Wilfried Zaha
Þó að Palace sé búið að bæta við sig öflugum leikmönnum í sumar, þá er það bara sama gamla sagan hver lykilmaðurinn í þessu liði er. Hann fær ekkert að fara - þó hann kannski vilji það. Frábær leikmaður sem gæti hæglega gert góða hluti í einu af sex bestu liðum deildarinnar. Það eru frábær tíðindi fyrir félagið og stuðningsmenn þess að þessi öflugi kantmaður sé áfram í herbúðum Palace; það eru mjög fáar sögur um að hann sé á förum.

Fylgist með: Michael Olise
Mjög skemmtilegur leikmaður sem var virkilega góður með Reading í Championship-deildinni í fyrra. Palace fékk Eberechi Eze frá QPR í Championship fyrir síðustu leiktíð og reyndist hann mikill happafengur. Félagið vonar að innkoma miðjumannsins Olise verði jafngóð, ef ekki sterkari.

Komnir:
Michael Olise frá Reading - 8 milljónir punda
Remi Matthews frá Sunderland - Frítt
Marc Guéhi frá Chelsea - 18 milljónir punda
Joachim Andersen frá Lyon - 14,9 milljónir punda
Conor Gallagher frá Chelsea - Á láni

Farnir:
Stephen Henderson - Án félags
Wayne Hennessey til Burnley - Frítt
Andros Townsend til Everton - Frítt
Patrick van Aanholt til Galatasaray - Frítt
Gary Cahill - Án félags

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Chelsea - Crystal Palace
21. ágúst, Crystal Palace - Brentford
28. ágúst, West Ham - Crystal Palace

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner