þri 03. ágúst 2021 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Danski bikarinn: Ágúst Eðvald spilaði í góðum sigri
Ágúst Eðvald Hlynsson
Ágúst Eðvald Hlynsson
Mynd: Horsens
Ágúst Eðvald Hlynsson og félagar hans í Horsens unnu 4-1 sigur á SGI/SSK í danska bikarnum í kvöld.

Hann var fyrri hluta sumars á láni frá Horsens hjá FH og skoraði 4 mörk í 11 leikjum í deild- og bikar áður en danska liðið kallaði hann til baka.

Ágúst var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn er Horsens vann 4-1 sigur á SGI/SSK í kvöld. Þetta var þriðji leikurinn sem hann spilar fyrir liðið frá því hann kom aftur frá FH.

Þetta var fyrsta umferð bikarsins og Horsens komið áfram í næstu umferð. Þá er liðið í 5. sæti eftir fyrstu tvær umferðirnar í dönsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner