Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. ágúst 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn besti stjórinn og einn besti miðjumaðurinn, en er það nóg?
James Ward-Prowse.
James Ward-Prowse.
Mynd: Getty Images
Spá Fótbolta.net fyrir ensku úrvalsdeildina er á fleygiferð. Southampton er spáð 14. sætinu.

Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum, gefur sitt álit á öllum liðum deildarinnar hér á Fótbolta.net. Enski boltinn verður áfram hjá Símanum næstu árin.

„Það má held ég alveg hafa smá áhyggjur af Dýrlingunum fyrir þessa leiktíð því ekki var frammistaðan á síðustu leiktíð oft til að hrópa húrra fyrir og kvarnast hefur úr annars þeim litla hópi sem Hasenhüttl hefur úr að spila," segir Tómas.

„Það er eitthvað algjört frost í alvöru leikmannakaupum og minna kemur af færibandinu úr akademíunni ótrúlegu. Það tekur mikla orku að spila Hasenhüttl-boltann og hópurinn er ekki nógu stór til að halda út lengi, eins og sést þegar að liðið tekur fleiri, fleiri leiki í röð án sigurs."

„Danny Ings-umræðan á svo mögulega eftir að trufla liðið eitthvað fram eftir ágúst mánuði. Southampton er samt með einn besta stjórann og einn besta miðjumanninn í JWP en það er oft bara ekki nóg í þessari sterku deild."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner