Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 03. ágúst 2021 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fylkir í mikilli lægð - Þjálfari Vals segir að þær séu ekki botnlið
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir hefur verið í afskaplega miklum vandræðum í Pepsi Max-deild kvenna á þessu tímabili.

Liðinu var spáð góðu gengi fyrir tímabilið en er þess í stað í botnsæti deilarinnar. Liðið tók forystuna snemma gegn Val síðastliðið föstudagskvöld en endaði á því að tapa 5-1.

Hvað er eiginlega í gangi hjá Fylki? Kjartan Stefánsson, þjálfari liðsins, var spurður að því eftir tapið gegn Val.

„Það vantaði fjóra leikmenn í þennan leik (af Covid-ástæðum) og það hefur áhrif á okkur því hópurinn okkar er kannski ekki stór," sagði Kjartan.

„Við erum ekki búin að hitta á góðan tíma. Við erum búnar að vera slakar, og líka óheppnar með ákveðna punkta. Vissulega fáum við 11 nýja leikmenn og það hefur áhrif. Við gerðum ágætis mót í fyrra og misstum ágætt úr hópnum. Við gátum ekki byggt nægilega vel á því. Ég veit það ekki, stundum gerist þetta. Við erum í lægð og verðum að rífa okkur upp úr henni."

Fylkir missir tvær landsliðskonur; Berglindi Rós Ágústsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Var það svona stórt högg?

„Ég skora á aðra að leita að fleiri leikmönnum sem við höfum misst. Vissulega, það sjá allir stjörnurnar okkar og við misstum þær tvær. Við misstum líka fleiri leikmenn sem hafa verið í góðri uppbyggingu hjá okkur."

Fylkir er á botni deildarinnar sem stendur, en það eru aðeins tvö stig í öruggt sæti og mótið því alls ekki búið.

„Ég býst við hörkumóti og það virðast allir geta unnið alla. Það er það sem er skemmtilegast við deildina í ár," segir Kjartan sem heldur í bjartsýnina.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hefur enga trú á því að Fylkir falli. „Fylkisliðið er fyrir mér ekkert botnlið. Það er alltaf erfitt að spila á móti Fylki og ég hef enga trú á þær að falli," sagði Pétur en bæði viðtöl má sjá hér að neðan.
„Við þjálfarar ákváðum að hætta en svo sneri ég við og hætti ekki"
Pétur Péturs: Eiður á mikið hrós skilið fyrir þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner