Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. ágúst 2021 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Róbert Orri fékk mynd með Beckham í Miami
Róbert Orri Þorkelsson.
Róbert Orri Þorkelsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson var í fyrsta sinn í leikmannahópi Montreal í MLS-deildinni um helgina er liðið heimsótti Inter Miami.

Hann sat allan tíman á varamannabekk liðsins í 2-1 tapi gegn Inter Miami. Gonzalo Higuain, fyrrum sóknarmaður Real Madrid og Juventus, skoraði bæði mörk Inter.

Róbert birti skemmtilega mynd á Instagram eftir leik. Þar er hann með goðsögninni David Beckham, sem er einn af eigendum Inter Miami. Beckham er fyrrum landsliðsfyrirliði Englands, og spilaði með félögum á borð við Manchester United og Real Madrid á sínum leikmannaferli.

Róbert Orri gekk í raðir Montreal frá Breiðabliki í sumar. Hann er miðvörður sem getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar. Róbert var hluti af U21 landsliðinu sem fór á EM síðasta mars.

„Ég vissi varla neitt um liðið. Það fyrsta sem ég sá sem greip augað var að Victor Wanyama (fyrrum leikmaður Tottenham og Southampton) er hérna. Ég sá líka að (Thierry) Henry var að þjálfa hérna, meira að segja á þessu ári," sagði Róbert í viðtali við Fótbolta.net fyrir mánuði síðan. Hægt er að lesa viðtalið hérna.

Hægt er að sjá myndina af Róberti og Beckham hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner