Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   lau 03. ágúst 2024 13:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Bayern lagði Tottenham - Newcastle tapaði gegn Yokohama
Leon Goretzka innsiglaði sigur Bayern
Leon Goretzka innsiglaði sigur Bayern
Mynd: Getty Images

Heung-min Son og Kim Min-jae voru mikið í sviðsljósinu í dag þegar Tottenham og Bayern mættust í æfingaleik í Suður-Kóreu í dag.


Samlandarnir mættust í heimalandinu en það var Kim sem hafði vinninginn í dag.

Bayern komst yfir snemma leiks þegar Guglielmo Vicario, markvörður Tottenham, átti slæma sendingu sem Serge Gnabry komst inn í og boltinn barst síðan til hins tvítuga Gabriel Vidovic sem skoraði.

Bayern var með þónokkra yfirburði í fyrri hálfleik en náði ekki að bæta við mörkum. Eftir tíu mínútna leik í síðari háflleik tryggði Leon Goeretzka sigur Bayern. Pedro Porro lagaði stöðuna með laglegu marki.

Newcastle spilaði sinn síðasta leik í æfingaferð í Japan í morgun en liðið tapaði 2-0 gegn Yokohama F. Marinos. Eddie Howe stillti upp sterku liði í fyrri hálfleik en liðinu mistókst að skora og tapaði að lokum 2-0.


Athugasemdir
banner
banner
banner