Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   lau 03. ágúst 2024 15:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ágúst Eðvald tryggði AB stig - Arnór klikkaði á víti en Ísak skoraði sigurmarkið
Mynd: Guðmundur Svansson

Ágúst Eðvald Hlynsson tryggði AB jafntefli þegar hann skoraði í fyrstu umferð C-deildar í Danmörku í dag.


Liðið lenti undir gegn Naestved snemma í fyrri hálfleik á heimavelli en Ágúst jafnaði metin þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.

Hann lék allan leikinn ásamt Ægi Jarli Jónassyni sem gekk til liðs við félagið frá KR í sumar. Næsti leikur liðsins er gegn Nykobing á útivelli eftir viku.

Norrköping vann gríðarlega mikilvægan sigur í sænsku deildinni í dag þegar liðið lagði GAIS af velli.

Ísak Andri Sigurgeirsson var hetja liðsins en hann skoraði eina markið snemma í síðari hálfleik. Arnór Ingvi Traustason hefði getað komið liðinu yfir í fyrri hálfleik þegar hann tók vítaspyrnu en markvörður GAIS varði frá honum.

Norrköping komst upp úr fallsæti með sigrinum en liðið er með 20 stig eftir 17 leiki í 12. sæti af 16 liðum.


Athugasemdir
banner
banner
banner