Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. september 2020 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Árið 2015 var ég orðinn þreyttur á því að halda með Liverpool"
Stuðningsmaður Brighton - Andri Rafn Yeoman
Andri Rafn Yeoman
Andri Rafn Yeoman
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Herra Brighton.
Herra Brighton.
Mynd: Getty Images
Andone fær rautt. Hann mætti yfirgefa félagið.
Andone fær rautt. Hann mætti yfirgefa félagið.
Mynd: Getty Images
Þokan þann 30. desember árið 2016.
Þokan þann 30. desember árið 2016.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hitar vel upp fyrir nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni sem hefst 12. september næstkomandi. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Brighton er spáð 17. sæti deildarinnar.

Andri Rafn Yeoman, leikmaður Breiðabliks, er stuðningsmaður Brighton og svaraði hann nokkrum laufléttum spurningum.

Ég byrjaði að halda með Brighton af því að... Árið 2015 var ég orðinn þreyttur á því að halda með Liverpool. Liðið var að ráða einhvern Þjóðverja og mér leist ekkert á þetta - og ég tek þá frábæru ákvörðun að skipta um lið. Brighton varð fyrir valinu vegna þess að ég var í Brighton á þessum tíma og ákvað að skella mér á Amex völlinn og horfi á Brighton tapa gegn Ipswich, 0-1, um áramótin 2015. Í kjölfarið ákvað ég að þetta yrði klúbburinn sem ég myndi styðja og í dag ber ég litlar tilfinningar til Liverpool.

Sér Andri eftir því að hafa skipt um lið? Nei alls ekki, þetta var kannski ekki rétti tímapunkturinn að hætta að halda með Liverpool. Elst upp þegar liðið er nýbúið að vinna titla og hætti að halda með þeim rétt áður en þeir byrja að vinna aftur. Ég hvet menn alfarið til að skipta meira um lið sem þeir halda með.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Mér fannst síðasta tímabil virkilega áhugavert. Ég óttaðist mikið að skipta út Chris Houghton og fá Graham Potter. Það er mikil breyting á hugmyndafræði, allt annar bragur á liðinu og áhugaverður fótbolti og stefna hjá félaginu. Fínt að halda sér uppi á meðan þessi umbreyting á sér stað.

Mér líst virkilega vel á komandi tímabil. Við höfum verið uppi frá 2017 og erum að spila meiri fótbolta en áður. Ef þetta verður rökrétt framhald af síðasta tímabili þá er ég hóflega bjartsýnn. Það lítur vel út að halda Lewis Dunk, semja við Ben White og fá inn Adam Lallana og Joel Veltman frá Ajax. Engin ástæða til annars en að vera jákvæður á hlutina.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Hef farið í þrígang til að sjá leik. Sá Ipswich leikinn 2015 og 2017 þegar Brighton sigraði gegn West Ham. Ætlaði líka að sjá leik gegn Cardiff 2016. (Meira um það hér að neðan)

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Lewis Dunk - Herra Brighton.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Florian Andone fór á láni í fyrra, fótbrotnaði og kom til baka og tókst að gera alla stuðningsmenn Brighton reiða með ófögrum orðum um félagið. Ef hann er þarna ennþá þá má losa hann.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Tveir mjög spennandi strákar sem fengu smjörþefinn í fyrra: Aaron Connolly og Steven Alzate.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Andrew Robertson, þurfum alvöru vinstri bakvörð þó Dan Burn hafi leyst stöðuna ótrúlega vel. Robertson yrði fullkominn í liðið.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Já, Potter er ekki með neina stæla eða neitt og er með sterka sýn á hvernig liðið eigi að spila. Hann getur tekið liðið miklu lengra en það var þegar hann tók við sem stjóri.

Einhver ein merkileg saga eða minning sem tengist þér og félaginu? Ætlaði að sjá Brighton spila gegn Cardiff árið 2016. Það var svo mikil þoka þann 30. desember, leiknum var óheppilega frestað - hefði verið gaman að sjá Aron Einar og félaga mæta á Amex. Ég var mættur á völlinn og á mynd af mér í þokunni fyrir utan völlinn, ansi svekkjandi.

Hegðar Andri lífinu þannig að hann nái að sjá flesta leiki með Brighton? Nei nei, en samt nær maður að horfa á furðulega marga leiki. Ég var búsettur á Ítalíu og ef maður var að leggja sig fram við að mæta á einhvern pöbb eða finna eitthvað streymi þá var það til að sjá Brighton.

Í hvaða sæti mun Brighton enda á tímabilinu? Ég ætla bara segja 7. sætið, skemmtilega bjartsýnn, en allt um miðbik er ásættanlegt.
Athugasemdir
banner
banner