Luis Suarez tilkynnti í nótt að hann ætli að leggja landsliðsskóna á hilluna á föstudaginn.
Hann verður fyrir leik Úrúgvæ gegn Paragvæ í undankeppni HM 2026 á föstudaginn. Þessi 37 ára gamli Úrúgvæi er markahæstur og næst leikjahæstur í sögu landsliðsins. Hann á 142 landsleiki að baki og hefur skorað 69 mörk.
Argentínumaðurinn Lionel Messi, liðsfélagi Suarez hjá Inter Miami og áður hjá Barcelona sendi framherjanum kveðju á Instagram í dag.
„Þú ert einstakur, innan og utan vallar. Ég elska þig svo mikið." skrifaði Messi í sögu sína á Instagram (story).
Athugasemdir