
„Við viljum spila þessa úrslitaleiki og höfum komið okkur í þessa frábæru stöðu. Við ætlum bara að njóta þess," segir Jóhann Berg Guðmundsson fyrir risaleikinn gegn Tyrklandi á föstudag.
Jóhann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Antalya í dag.
Jóhann ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu Íslands í Antalya í dag.
„Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur. Tyrkir eru með mjög gott lið og spila betur á heimavelli en útivöllum. Við erum undirbúnir undir það og vitum hvað þarf að gera til að vinna þennan leik."
Einnig var rædd við Jóa um Burnley og góða byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
„Við erum komnir með fleiri stig á útivöllum en við fengum allt tímabilið í fyrra. Vonandi heldur heimavöllurinn áfram að gefa eins og í fyrra. Það er frábært að byrja svona vel og við höfum líka verið að mæta erfiðum liðum; Tottenham, Liverpool, Everton og Chelsea. En það er nóg eftir."
Jóhann hefur byrjað langflesta leiki Burnley en var á bekknum þegar liðið vann Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton um síðustu helgi. Hann segir það hafa verið fúlt að fá ekki að spila þann leik.
„Það var mjög svekkjandi. Ég hefði viljað spila á móti Gylfa en svona er þetta," segir Jóhann sem segist annars ekki vera neitt stressaður, hann sé fullviss um að hann komi sér aftur inn í liðið.
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir