
Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna sem hefst eftir tvær vikur. Forkeppnin kláraðist í síðustu viku og féllu Íslandsmeistarar Vals þá úr leik.
Sex Íslendingalið voru í pottinum. Í A-riðli mun Berglind Björg Þorvaldsdóttir mæta Chelsea og Real Madrid með liði sínu PSG. Í B-riðli eru Þýskalandsmeistararnir í Wolfsburg, Sveindís Jane Jónsdóttir er leikmaður liðsins.
Evrópumeistarar Lyon mæta Arsenal og Juventus í C-riðli. Sara Björk Gunnarsdóttir mun því mæta sínum fyrrum liðsfélögum í vetur.
D-riðill er svo Íslendingariðill því þrjú Íslendingafélög eru þar. Hjá Bayern Munchen eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hjá Rosengård er Guðrún Arnardóttir og hjá Benfica er Cloé Eyja Lacasse.
Sex Íslendingalið voru í pottinum. Í A-riðli mun Berglind Björg Þorvaldsdóttir mæta Chelsea og Real Madrid með liði sínu PSG. Í B-riðli eru Þýskalandsmeistararnir í Wolfsburg, Sveindís Jane Jónsdóttir er leikmaður liðsins.
Evrópumeistarar Lyon mæta Arsenal og Juventus í C-riðli. Sara Björk Gunnarsdóttir mun því mæta sínum fyrrum liðsfélögum í vetur.
D-riðill er svo Íslendingariðill því þrjú Íslendingafélög eru þar. Hjá Bayern Munchen eru þær Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Hjá Rosengård er Guðrún Arnardóttir og hjá Benfica er Cloé Eyja Lacasse.
Riðill A:
Chelsea
PSG
Real Madrid
Vllaznia
Riðill B:
Wolfsburg
Slavia Prag
St. Pölten
Roma
Riðill C:
Lyon
Arsenal
Juventus
Zürich
Riðill D:
Barcelona
Bayern Munchen
Rosengård
Benfica
Athugasemdir