Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. október 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez ætlar ekki aftur til Evrópu
Luis Suarez
Luis Suarez
Mynd: EPA

Luis Suarez fyrrum leikmaður Liverpool, Barcelona og Atletico Madrid hefur staðfest það að hann muni ekki snúa aftur í evrópska boltann.


Þessi 35 ára gamli Úrugvæi gekk aftur til uppeldisfélagsins, Nacional, í sumar en hann yfirgefur félagið í nóvember þegar samningur hans rennur út.

Hann var í viðtali hjá spæsnska miðlinum Marca en þar var hann spurður hvort ferilinum í Evrópu væri lokið.

„Já því ég hef gert allt í Evrópu og yfirgaf hana stoltur. Ég átti marga möguleika áður en ég kom aftur til Nacional. En ástæan fyrir því að ég kom aftur heim er sú: Groningen, AJax, Liverpool Barca, Athletico, er betri ferill í Evrópu en það?" Sagði Suarez.

Suarez átti magnaðan feril í Evrópu en hann skoraði 440 mörk í 695 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner