Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 03. október 2022 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tchouameni: Er ekki næsti Pogba - Skrifa mína eigin sögu
Mynd: Getty Images

Hinn 22 ára gamli Aurelien Tchouameni gekk til liðs við Real Madrid frá Monaco í sumar en þessi ungi Frakki hefur leikið sex leiki og á tvær stoðsendingar.


Hann gekk til liðs við Real Madrid fyrir 80 milljónir evra og hefur verið borinn saman við landa sinn Paul Pogba. Hann hlustar ekki á það.

„Ég er ekki hinn nýji Pogba, ég er Aurelien Tchouameni, ég reyni að skrifa mína eigin sögu. Pogba er leikmaður sem ég fylgdist vel með þegar ég var lítill. Við spilum sömu stöðu en það er aðeins einn Pogba," sagði Tchouameni.

Hann vonast svo innilega að vera í franska hópnum fyrir HM í Katar í vetur.

„Ég reyni að gera mitt fyrir franska landsliðið en ef Kante og Pogba koma til baka mun þjálfarinn velja og ég geri mitt besta til að byrja. Ég hugsa um HM á hverjum degi, ég reyni mitt besta með Real Madrid og bíð eftir listanum."

Tchouameni valdi á milli Real Madrid og PSG en hann segir að þetta hafi aldrei verið spurning, Real Madrid var alltaf efst í huga hans.


Athugasemdir
banner
banner
banner