Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. október 2022 12:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar óska eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfinu
Frá leiknum.
Frá leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfarið á hegðun ákveðinna stuðningsmanna á úrslitaleik Mjólkurbikars karla síðastliðinn laugardag.

Sjálfboðaliði á leiknum steig fram í viðtali við Morgunblaðið um liðna helgi þar sem hann lýsti því að framkoma stuðningsmanna Víkings hefði verið til skammar. Hann sagði að rusl og svívirðingar hefðu flogið yfir gæsluna á meðan leiknum stóð.

Víkingur hefur núna sent frá sér yfirlýsingu sem má lesa hér fyrir neðan.

Yfirlýsing Víkings
Í kjölfar glæsilegs sigurs Víkings í Mjólkurbikarkeppni KSÍ, þriðja árið í röð, hefur komið upp neikvæð umræða um framkvæmd leiksins og hegðun stuðningsmanna.

Knattspyrnufélagið Víkingur harmar mjög framkomu einstakra stuðningsmanna sem settu ljótan svip á leikinn. Hátt í 3000 stuðningsmenn Víkings voru á leiknum sem nær allir hegðuðu sér óaðfinnanlega en nokkur skemmd epli settu ljótan blett á frábæra stuðningsmannasveit. Félagið hefur óskað eftir myndum og upptökum úr öryggiskerfi vallarins í þeim tilgangi að ná tali af þessum mönnum.

Öll gæsla á leiknum var í höndum Knattspyrnusambandins og komu félögin ekki að því.
Athugasemdir
banner
banner
banner