Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 03. október 2022 18:45
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi um Messi: Leyfum honum að njóta sín í París
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Xavi, þjálfari Barcelona, var spurður út í Robert Lewandowski og Lionel Messi á fréttamannafundi fyrir meistaradeildarleiki vikunnar.


Lewandowski hefur verið á blússandi siglingu á upphafi síns fyrsta tímabils hjá Barca á meðan Messi virðist vera búinn að finna taktinn hjá PSG eftir að hafa verið orðaður við endurkomu til Barca.

„Við vissum að Lewandowski væri ótrúlegur en við bjuggumst ekki við að hann yrði svona snöggur að aðlagast. Þetta er leikmaður sem tryggir mörk, það er bara þannig. Hann er besti markaskorari í heimi," sagði Xavi á fréttamannafundi fyrir næsta leik sem er á útivelli gegn Inter.

„Þetta er ekki tíminn til að tala um endurkomu Leo. Við erum persónulegir vinir og honum líður vel í París. Okkur líður líka vel hérna, það er óþarfi að rugga bátnum núna.

„Barcelona er heimilið hans. Við ætlum bara að vera rólegir og leyfa honum að njóta sín í París. Svo sjáum við til."

Lewandowski er búinn að koma að 14 mörkum í 9 leikjum á tímabilinu (12 skoruð, 2 stoðsendingar).

Messi er búinn að koma að 15 mörkum í 12 leikjum (7 skoruð, 8 stoðsendingar).

Xavi gæti verið með báðar þessar stórstjörnur í leikmannahópi sínum á næsta ári ef tekst að fá Messi aftur yfir Pýreneafjöllin.


Athugasemdir
banner
banner
banner