Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   þri 03. október 2023 09:35
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe gæti eignast hlut í Man Utd
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford.
Sir Jim Ratcliffe fyrir utan Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Sir Jim Ratcliffe íhugar að gera tilboð í hlut í Manchester United og verða minnihlutaeigandi hjá félaginu.

Glazer fjölskyldan tilkynnti í fyrra að hún væri að íhuga að selja félagið. Ratcliffe og Katarinn Sjeik Jassim bin Hamad Al Thani gerðu tilboð í félagið.

Sjeik Jassim hefur alltaf sagt að hans stefna sé að eignast félagið 100% en Ratcliffe hefur reynt að eignast meirihlutann.

Glazer fjölskyldan hefur enn ekki tekið neina ákvörðun mörgum mánuðum seinna og Ratcliffe íhugar nú aðra nálgun, sem kætir væntanlega ekki þá stuðningsmenn Manchester United sem vilja bandarísku eigendurna burt.

Glazer fjölskyldan ætti þá enn meirihlutann en Ratcliffe gæti talið þetta bestu leiðina til að eignast meirihluta í framtíðinni.
Athugasemdir
banner