Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fim 03. október 2024 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að nafn Arnars sé ekki á lista Hearts
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framkvæmdastjóri Hearts, Andrew McKinlay, tjáði sig um stjóraleit félagsins í dag. Í grein Edinburgh News er sagt að átta kandídatar séu nú á lista.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var talinn þriðji líklegasti kosturinn samkvæmt veðbönkum til að taka við starfinu. McKinlay staðfestir að Arnar sé ekki einn af þeim átta sem félagið er að skoða.

„Það voru um 100 manns sem sýndu þessu áhuga og við erum líka með okkar nöfn sem við viljum skoða. Við settum þetta í gegnum greiningarforritið okkar og nú taka við samtöl við einstaklinga. Við viljum ráða nýjan stjóra í þessum mánuði," sagði McKinlay.

„Arnar er ekki einn af þeim sem við erum að skoða," sagði McKinlay í viðtalinu.

Hearts er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var rekinn í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner