Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 26. september 2024 11:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar með kenningu um hvers vegna hann hafi verið ofarlega hjá veðbönkum
Arnar Gunnlaugsson hefur tvisvar sinnum unnið Íslandsmeistaratitilinn og fjórum sinnum orðið bikarmeistari sem þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson hefur tvisvar sinnum unnið Íslandsmeistaratitilinn og fjórum sinnum orðið bikarmeistari sem þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var á mánudag ofarlega á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að taka við stjórastöðuni hjá Hearts í Skotlandi. Skoska félagið er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn fara um síðustu helgi.

Enginn frá Hearts hafði heyrt í Arnari eða Víkingum þegar Arnar var metinn sem þriðji líklegasti kosturinn.

Arnar var til viðtals eftir leikinn gegn FH í gær og var hann spurður út í Hearts.

Hvernig var að sjá að þú værir ofarlega hjá veðbönkum?

„Það kitlaði náttúrulega, ég neita því ekki. En hvaðan þetta kemur, ég hef enga hugmynd um það."

„Mín reynsla er sú að þegar það vantar stjóra annars staðar, þá eru ýmis forrit úti í heimi. Ég held að miðað við leikstíl Víkinga: hversu vel okkur gengur að skora mörk og fá mörk við fáum á okkur, hversu vel við höldum í boltann og xG tölur, þá sé mitt nafn og Víkingur ofarlega þegar forritið stokkar upp nöfnunum."


Arnar talar um að þetta kitlaði, hefur hann einhvern áhuga á að taka við liðinu?

„Hearts? Ég hef bara áhuga á að klára tímabilið með Víkingum og klára Evrópukeppnina. Stefnan er sett á að vera í sæti 9-24 í Sambandsdeildinni og taka svo umspilið í febrúar. Það er það sem ég hef áhuga á að gera," sagði Arnar.
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner