Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 03. október 2024 12:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn í sjö ár
Dominic Solanke.
Dominic Solanke.
Mynd: EPA
Dominic Solanke, sóknarmaður Tottenham, er í enska landsliðshópnum í fyrsta sinn í sjö ár.

Það er The Athletic sem greinir frá.

Enski landsliðshópurinn verður tilkynntur á eftir en liðið er að fara að spila við Grikkland og Finnland í Þjóðadeildinni.

Solanke, sem er 27 ára gamall, gekk í raðir Tottenham í sumar fyrir allt að 65 milljónir punda. Hann er búinn að spila sex leiki með Spurs og skora þrjú mörk.

Hann á að baki einn leik með enska A-landsliðinu en hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Brasilíu í nóvember 2017.
Athugasemdir
banner