Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 03. desember 2019 10:07
Elvar Geir Magnússon
Solskjær hlær að slúðrinu: Þetta er algjört kjaftæði
Solskjær segir að frétt The Sun í morgun sé uppspuni.
Solskjær segir að frétt The Sun í morgun sé uppspuni.
Mynd: Getty Images
Enska götublaðið The Sun var með frétt í morgun um að Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, átti að hafa sagt við leikmenn liðsins að hann gæti verið rekinn ef næstu tveir leikir fara ekki nægilega vel.

Fréttin var í slúðurpakkanum hér á Fótbolta.net.

Solskjær var spurður að því á fréttamannafundi hvernig honum liði með þessar sögur sem væru í gangi.

„Ég er góður. Það er alls ekki neitt vandamál," sagði Solskjær.

„Stundum hlær maður þegar maður les sögur um það sem ég á að hafa sagt. Þetta eru engir heimildarmenn, þeir eru bara skáldaðir upp. Þetta er algjört kjaftæði, lygi."

Manchester United, sem mætir Tottenham á morgun, er með 18 stig í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur ekki verið með eins fá stig í efstu deild síðan 1988-89 en þá endaði það í ellefta sæti.
Athugasemdir
banner