Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. desember 2022 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Lýsi snýr aftur hjá Grindavík og getur nú slegið Philips við
Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson sem spilar með Slask Wroclaw í Póllandi var á aðventukvöldinu í gær og er hér með nýja búningnum.
Landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson sem spilar með Slask Wroclaw í Póllandi var á aðventukvöldinu í gær og er hér með nýja búningnum.
Mynd: Aðsend

Grindavík tilkynnti á aðventukvöldi í gær að Lýsi muni snúa aftur á búninga félagsins á næstu leiktíð.


Það þykir almennt ekki til tíðinda þegar merki fyrirtækis birtist framan á búningum félags en saga Grindavíkur og Lýsis er áratugalöng og farsæl.

Lýsi var síðast á búningum Grindavíkur sumarið 2016 en hætti eftir það tímabil. Þá hafði fyrirtækið verið þar í 33 ár eða frá árinu 1984.

Á þeim tíma sagði Jónas Þórhallsson þáverandi formaður knattspyrnudeildar félagsins að um einn lengsta slíkan samning í heiminum hafi verið að ræða.

Sá eini sem hafði verið lengur er Philips auglýsing á búningum PSV Eindhoven frá 1982-2016. Nú gefst Lýsi kostur á að slá það met.

Við sama tilefni var tilkynnt að völlur Grindvíkinga muni heita Stakkavíkurvöllurinn en Stakkavík á í samstarfi við Lýsi með að útvega hráefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner