Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2022 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Markvörður FCK skýtur föstum skotum á liðsfélaga sinn - „Þetta var pottþétt bara einhver pólitík"
Kamil Grabara
Kamil Grabara
Mynd: EPA
Kamil Grabara, markvörður FCK í Danmörku, skýtur föstum skotum á liðsfélaga sinn, Mat Ryan, eftir mistök ástralska markvarðarins í kvöld en þeim er greinilega ekki vel til vina.

Ryan, sem er á mála hjá FCK, er aðalmarkvörður ástralska liðsins, en hann gerði skelfileg mistök sem kostaði mark í byrjun síðari hálfleiksins.

Hann missti boltann of langt frá sér sem varð til þess að Julian Alvarez gat stolið boltanum og skorað.

Ryan hefur talað opinskátt um samkeppnina í FCK en hann segir pólitískar ástæður fyrir því að Grabara sé markvörður númer eitt, en Grabara, sem er varamarkvörður Póllands, hefur nú skotið föstum skotum til baka.

„Já, þetta var pottþétt bara pólitík,“ skrifaði Grabara og var hann augljóslega að vísa í ummæli Ryan.

Ryan sagði að FCK væri að spila Grabara til að eiga möguleika á að selja hann fyrir háa summu á næsta ári en stjórn FCK hefur neitað því. Ryan mun yfirgefa FCK um áramótin.


Athugasemdir
banner