Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2022 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe reyndi að fá Lewandowski til PSG
Powerade
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo leitar af nýju félagi
Cristiano Ronaldo leitar af nýju félagi
Mynd: EPA
Hazard íhugar að hætta
Hazard íhugar að hætta
Mynd: EPA

Slúðurpakki dagsins kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heimsins.


Chelsea mun borga 60 milljónir punda fyrir franska framherjan Christopher Nkunku, 25, leikmann RB Leipzig í júlí og hann mun gera fimm ára samning. (Nicolo Schira)

Real Madrid er tilbúið til að næla í franska framherjan Kylian Mbappe, 23, frá PSG ef ákveðin skilirði er framfylgt. (90 min)

Mbappe hitti Robert Lewandowski, 34, síðasta sumar til að reyna fá pólska framherjan til að koma til PSG í stað þess að fara til Barcelona. (Le Parisien)

Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo, 37, finnst mjög freistandi að fara til Chelsea eftir að hann yfirgaf Manchester United. (Calciomercato)

Tottenham hefur enn áhuga á Adama Traore, 26, lekmanni Wolves. Liðið er í samkeppni við Leeds og nokkur önnur evrópsk lið. (90min)

Jonathan David, 22, kanadískur framherji Lille segir að það sé enn draumur hjá honum að spila í ensku úrvalsdeildinni. (Independent)

Liverpool fylgist vel með Sofyan Amrabat, 26, leikmanni Fiorentina og marokkóska landsliðsins. (Sky Sports Þýskaland)

Inter hefur sett sig í samband við umboðsmann Franck Kessie, leikmann Barcelona en þessi 25 ára gamli miðjumaður lék áður með AC Milan. (Fichajes)

Bayer Leverkusen hefur rætt við Club Pachuca um Luis Chavez, 26, sem hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína með Mexíkó á HM. (90min)

Newcastle hlustar á tilboð í skoska vængmanninn Ryan Faser, 28. (Telegraph)

Eden Hazard, 31, leikmaður Real Madrid íhugar að hætta að spila með belgíska landsliðinu eftir að það féll úr leik í riðlakeppni HM. (Marca)

Louis van Gaal, 71, landsliðsþjálfari Hollands hefur gefið í skyn að hann gæti tekið við belgíska landsliðinu eftir að Robert Martinez hætti eftir 6 ár í starfinu. (Mail)

Jurgen Klopp hefur ekki áhuga á að taka við af Hansi Flick ef hann verður rekinn sem þjálfari þýska landsliðsins eftir að hafa fallið úr leik í riðlakeppninni á HM. En Klopp ætlar að klára samninginn sinn hjá Liverpool sem rennur út árið 2026. (Sky Sport Þýskaland)

Todd Boehly eigandi Chelsea íhugar að færa kvennalið félagsins af Kingsmeadow leikvanginum á annan leikvang sem rúmar fleiri áhorfendur. (Mail)

Ian Graham er nýjasti starfsmaður Liverpool til að fara frá félaginu og félagið er hrætt um að hann fari til Man Utd. (Football Insider)

Fenway Sports Group, eigendur Liverpool er líka aðeins að selja hlut í félaginu. (Star)


Athugasemdir
banner
banner