Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 03. desember 2022 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Senegal sendi þriðja markvörð á fréttamannafund
Regis Bogaert og Alfred Gomis á fundinum
Regis Bogaert og Alfred Gomis á fundinum
Mynd: Getty Images
Regis Bogaert, aðstoðarþjálfari Senegal, mætti á fréttamannafund í dag fyrir leik liðsins gegn Englandi í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar, en með honum í för var þriðji markvörður liðsins.

Knattspyrnusambandið var sektað á dögunum um 8700 pund fyrir að brjóta reglur FIFA.

Fyrir leik liðsins gegn Ekvador mætti Cisse einn á fréttamannafund en það er bannað samkvæmt reglum alþjóðaknattspyrnusambandsins og verður alltaf að vera einn leikmaður liðsins með þjálfara.

Cisse er nú að undirbúa liðið fyrir risastóran leik gegn Englendingum, en hann var þó ekki á fundinum í dag vegna veikinda. Bogaert, aðstoðarþjálfari liðsins, mætti með Alfred Gomis, markverði landsliðsins, en hann er á mála hjá Rennes í Frakklandi.

Sá hefur ekki komið við sögu á mótinu og ekki heldur með Rennes á tímabilinu. Hann er þriðji markvörður senegalska landsliðsins og vakti þetta því eðlilega mikla athygli.


Athugasemdir
banner
banner
banner