Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   sun 03. desember 2023 16:25
Elvar Geir Magnússon
Brynjólfur með tvær stoðsendingar - Kominn í úrslitaeinvígi um úrvalsdeildarsæti
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjólfur Willumsson heldur áfram að spila fantavel og átti hann tvær stoðsendingar þegar lið hans Kristiansund vann 4-2 útisigur gegn Kongsvinger í umspili um sæti í efstu deild Noregs.

Brynjólfur og félagar eru komnir í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild þar sem þeir mæta liðinu sem endar í þriðja neðsta sæti í norsku úrvalsdeildinni. Úrslitaeinvígið er tveir leikir, heima og að heiman.

Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar er í gangi og það kemur því í ljós á eftir hver mótherji Kristiansund verður.

Orri Rafn Sigurðarson segir á X að Brynjólfur Willumsson hafi verið besti leikmaður Kristiansund í ár.

„Er að fullkomna tímabilið með tveimur stoðsendingum í umspilsleiknum í -15 gráðum. 7 mörk og 7 stoðsendingar í 18 leikjum," skrifar Orri.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner