Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 04. janúar 2022 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hlakka til að þjálfa hann og býst við miklu af honum"
Alex í leik með U21 landsliðinu.
Alex í leik með U21 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er oftast kallaður, var í síðasta mánuði ráðinn þjálfari Öster í Svíþjóð. Liðið spilar í næst efstu deild landsins.

Túfa hefur lengi verið á Íslandi. Hann kom fyrst hingað sem leikmaður og lék með KA. Hann tók svo við þjálfun KA en hefur undanfarin tvö tímabil verið aðstoðarþjálfari hjá Valsmönnum.

Hjá Öster er einn íslenskur leikmaður, miðjumaðurinn Alex Þór Hauksson. Túfa er búinn að heyra í honum og hlakkar hann til að vinna með fyrrum Stjörnumanninum.

„Ég náði aðeins að spjalla við hann. Alex er frábær leikmaður sem ég virði mikið. Ég upplifði hann sem mikinn leiðtoga alltaf þegar ég mætti Stjörnunni," sagði Túfa.

„Ég hlakka til að þjálfa hann og býst við miklu af honum."

Hvað með Bjarna Mark?
Túfa býst ekki við því að það verði margar breytingar á leikmannahópi Öster. „Ég tek flug í fyrramálið og byrja að þjálfa," sagði Túfa.

Í lok viðtalsins var hann spurður út í Bjarna Mark Antonsson, sem hann þjálfaði hjá KA árið 2018. Bjarni er að leita sér að nýju félagi eftir að hafa spilað með Brage í Svíþjóð.

„Ég get ekki sagt til um ákveðna leikmenn, en ég mun alveg potþétt horfa til íslenskra leikmanna. Flestir leikmenn sem ég hef þjálfað eru frábærir karakterar og mjög flottir að vinna með. Bjarni er einn af þeim. Við sjáum til hvað setur."
Túfa: Minn draumur var alltaf að komast erlendis að þjálfa
Athugasemdir
banner
banner