Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 04. febrúar 2023 12:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dyche: Auðveldara að elska félagið þegar vel gengur
Mynd: Getty Images

Sean Dyche stýrir Everton í fyrsta sinn í dag þegar liðið mætir Arsenal í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.


Það hefur mikið gengið á hjá Everton að undanförnu, gengið inn á vellinum hefur alls ekki verið ásættanlegt og þá eru stuðningsmenn liðsins afar ósáttir við stjórn félagsins.

Það voru friðsamleg mótmæli hjá stuðningsmönnum liðsins fyrir leikinn í dag en Dyche sendi þeim skilaboð í viðtalið hjá BT Sport fyrir leikinn.

„Ég bið þá um að sætta sig við fortíðina og horfa fram á veginn. Það eru frábærir hlutir að gerast hér og það gerðust frábærir hlutir í fortíðinni," sagði Dyche.

Stuðningsmönnunum þykir vænt um félagið og elska það, það er auðveldara að elska það þegar vel gengur, nú þurfum við á því að halda þegar hlutirnir ganga ekki eins vel, meira en nokkru sinni fyrr. Ég bið um þolinmæði og styðja mig og leikmennina annars verður þetta enn erfiðara."

Þá segir hann að hann geri sér grein fyrir því að hann og liðið þurfi að sanna sig fyrir stuðningsmönnum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner