Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 04. mars 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
47 leikmenn voru í hóp hjá Liverpool í bikarkeppnunum
Klopp lagði lítið í bikarkeppnirnar í vetur.
Klopp lagði lítið í bikarkeppnirnar í vetur.
Mynd: Getty Images
Liverpool datt út úr enska bikarnum í gærkvöldi eftir 2-0 tap gegn Chelsea á Stamford Bridge.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur ekki lagt mikið í enska bikarinn og enska deildabikarinn á þessu tímabili en hann hefur ítrekað stillt upp varaliði í þessum keppnum.

Liverpool datt út í 8-liða úrslitum deildabikarsins í desember eftir 5-0 tap gegn Aston Villa. Þar stillti Liverpool upp mjög ungu liði en aðalliðið var á HM í Katar á sama tíma.

Samtals voru 47 leikmenn í hóp sex leikjum í enska bikarnum og deildabikarnum á þessu tímabili og 40 leikmen spiluðu. Hinn 16 ára gamli Harvey Elliott spilaði flestar mínútur í þessum leikjum.

Klopp var sjálfur ekki við stjórnvölinn gegn Aston Villa og í endurteknum leik gegn Shrewsbury en þá var hann í vetrarfríi. Neil Critchley stýrði liðinu í þessum leikjum.

Enski bikarinn
Liverpool 1 - 0 Everton
Shrewsbury 2 - 2 Liverpool
Liverpool 1 - 0 Shrewsbury
Chelsea 2 - 0 Liverpool

Enski deildabikarinn
Liverpool 9 - 8 Arsenal (eftir vítaspyrnukeppni)
Aston Villa 5 - 0 Liverpool

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner