Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2020 22:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Krul hetjan í vítakeppni gegn Tottenham
Krul elskar að verja vítaspyrnur.
Krul elskar að verja vítaspyrnur.
Mynd: Getty Images
Mourinho og hans lærisveinar hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu.
Mourinho og hans lærisveinar hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Tottenham 1 - 1 Norwich
1-0 Jan Vertonghen ('13 )
1-1 Josip Drmic ('78 )

Vítaspyrnukeppni:
1-0 Eric Dier skoraði
1-0 Kenny McLean klúðraði
1-0 Erik Lamela klúðraði
1-1 Adam Idah skoraði
2-1 Giovani Lo Celso skoraði
2-2 Marco Stiepermann skoraði
2-2 Troy Parrott klúðraði
2-3 Todd Cantwell skoraði
2-3 Gedson Fernandes skoraði

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, fær ekki tækifæri til að mæta Manchester United í 8-liða úrslitum FA-bikarsins þar sem liðið tapaði gegn Norwich í kvöld í vítaspyrnukeppni.

Varnarmaðurinn Jan Vertonghen kom Tottenham yfir eftir aðeins 13 mínútna leik, en Norwich gafst ekki upp og spilaði góðan leik fyrir framan 9 þúsund stuðningsmenn sína sem gerðu sér ferð til London á heimavöll Tottenham.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en á 78. mínútu tókst Norwich að jafna metin er Josip Drmic skoraði eftir slæm mistök Michel Vorm, markvarðar Tottenham.

Staðan var jöfn þegar flautað var af og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni tókst hvorugu liðinu að skora og því var næst farið í vítaspyrnukeppni.

Norwich er með vítabana í markinu hjá sér, Tim Krul. Hollendigurinn er með orðspor að vera mjög öflugur í að verja vítaspyrnur og hann stóð undir orðsporinu með því að verja tvær vítaspyrnur. Erik Lamela skaut þá í slána og vann Norwich vítapsyrnukeppnina með því að nýta þrjár af fjórum spyrnum sínum.

Norwich, botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins og mætir þar annað hvort Derby og Manchester United - liðum sem mætast á Pride Park á morgun.

Tottenham hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu og er núna úr leik í bikarnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner