mið 04. mars 2020 13:00
Miðjan
Garðar Örn býðst til að hlaupa nakinn með Gillz í Kringlunni
Garðar Örn Hinriksson.
Garðar Örn Hinriksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Greinin fræga í Fréttablaðinu á morgni leikdags hjá ÍA og Breiðabliki í maí 2010.
Greinin fræga í Fréttablaðinu á morgni leikdags hjá ÍA og Breiðabliki í maí 2010.
Mynd: Timarit.is
Egill Einarsson - Gillzenegger
Egill Einarsson - Gillzenegger
Mynd: .
Fyrrum dómarinn Garðar Örn Hinriksson segist vera tilbúinn að hlaupa nakinn í Kringlunni með Agli Gillzenegger ef sá síðarnefndi er tilbúinn að efna loforð sem hann gaf á sínum tíma.

Gillzenegger sagði þá á bloggsíðu sinni að hann myndi hlaupa nakinn í Kringlunni ef Garðar myndi dæma vítaspyrnu Breiðabliki í hag.

„Á þessum tíma sem hann hélt að ég hataði Blika gaf hann loforð að ef ég myndi gefa Breiðablik víti myndi hann hlaupa í Kringlunni alsnakinn og syngja „Every breath I take" með The Police," sagði Garðar Örn í Miðjunni í dag.

„Stuttu eftir að hann lætur þetta út úr sér fá Blikar víti í leik sem ég dæmi. Ég hugsaði þetta ekki þegar ég dæmdi vítið. Þegar ég var búinn að taka vítið þá hugsaði ég að þetta væri ógeðslega fyndið."

„Sumir vilja meina að ég hafi gefið þetta víti viljandi svo Gillzenegger þyrfti að hlaupa nakinn í gegnum Kringluna en þetta var pjúra víti. Það er búið að minna hann á þetta einu sinni eða tvisvar en Gillzenegger hefur enn ekki hlaupið nakinn í gegnum Kringluna."


Sagðist ætla að standa við loforðið
Garðar segist vera tilbúinn að taka hlaupið með Agli ef hann er tilbúinn að standa við loforðið í dag „Það er spurning hvort við þurfum ekki að minna hann á þetta aftur. Ég skal hlaupa með honum aftur ef hann þorir," sagði Garðar.

Gillzenegger var minntur á umrætt loforð árið 2014. Þá sagðist hann ætla að standa við loforðið. „„Ég er meira að spá í að hlaupa í gegnum Kringluna klukkan 3 eða 4 á mánudagskvöldi, þegar það eru ekkert rosalega margir á svæðinu. Ég get ekki lofað tímasetningu en þetta verður gert. Þegar ég geri þetta þá fær Garðar sms með mynd af mér skokkandi um," sagði Gillz í umræddu viðtali.

Birtist á mynd í faðmlögum með Gillzenegger á leikdegi
Gillzenegger gagnrýndi Garðar harðlega á sínum tíma en á endanum náðust sættir. Þær sættir urðu þó til þess að Skagamenn urðu brjálaðir.

„2004 eða 2005 byrjar þetta sem pistill hjá Gillzenegger þegar hann var að verða þekktur. Hann ákveður að taka mig fyrir í pistli hjá DV. Hann segir að ég sé vaxinn niður eins og húsfluga og að ég runki mér inn í búningsklefa á KR-velli eftir leiki," sagði Garðar í Miðjunni.

„Gillzenegger er ekkert voðalega hrifinn af mér og við lentum í bloggstríði. Hann vill meina að ég hati Blika, sem ég gerði aldrei. 2008 er ég beðinn um að mæta í viðtal hjá Henry Birgi (Gunnarssyni) þar sem á að fara yfir áhersluatriðin fyrir sumarið. Ég fæ leyfi hjá Knattspyrnusambandinu til að mæta þetta í viðtal því að það var búið að banna okkur að mæta í viðtöl. Síðan mætir Gillzenegger í þetta viðtal og ég vissi ekkert af því. Þarna gröfum við stríðsöxina og höfum verið ágætis félagar síðan þá. Við föllumst í faðma og það er tekin mynd af okkur."

„Einverjum vikum seinna á ég að dæma upp á Skaga, Skaginn-Breiðablik. Á morgun þessa dags kemur inn um lúguna Fréttablaðið. Þegar þú opnar íþróttasíðuna er mynd af mér og helsta stuðningsmanni Breiðabliks í faðmlögum á leikdegi. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég var reiður. Það var búið að eyðileggja leikinn fyrir mér og tímabilið fannst mér, þegar ég lít til baka. Henry Birgi tókst að eyðileggja þennan leik fyrir mér."

„Ég fann um leið og ég kom upp á Skaga að þeir voru brjálaðir út í mig. Breiðablik komst yfir 1-0 og síðan varð ég að reka út af skagamann. Ég hugsaði: 'Andskotinn, er ekki einhver leið til að reka hann ekki út af?' Ég varð að reka hann út af. Skaginn jafnaði og það munaði engu að ég hefð stokkið í hrúguna með þeim að fagna. Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég var ánægður með það. Leikurinn endaði með jafntefli og ég fann á Skagamönnum að þeir voru gríðarlega ósáttir við mig. Það er á þessum tíma sem þetta skagahatur byrjar og ég er sakaður um að hata Skagann. Síðan er ég óheppinn með leiki yfir sumarið. Rauðu spjöldunum fjölgaði og ég hugsaði hvort eitthvað væri að mér. Ég skoðaði þessi atvik og þau áttu öll rétt á sér. Kannski hefði mátt mínusa eitt eða tvo rauð spjöld frá en þetta var rosalega erfitt sumar."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garðar í heild sinni.
Miðjan - Rauði Baróninn á mannamáli
Athugasemdir
banner
banner
banner