banner
   mið 04. mars 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp neitaði að tala um kóróna veiruna - Órakaður og með derhúfu
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var pirraður á fréttamannafundi eftir 2-0 tap Liverpool gegn Chelsea í enska bikarnum í gærkvöldi.

Hann brást ekki vel við þegar hann var spurður út í kóróna veiruna skæðu sem heldur áfram að dreifa sér um allan heim.

„Eitt af því sem mér líkar ekki við er þegar knattspyrnustjórar fá svona alvarlegar spurningar upp á borð til sín. Ég skil ekki hvers vegna skoðun íþróttaþjálfara eigi að skipta einhverju máli," svaraði Klopp alvarlegur.

„Ég gæti alveg eins spurt þig út í þetta, þú ert í sama hlutverki og ég. Það skiptir ekki máli hvaða skoðun frægt fólk hefur á svona málefnum. Það á ekki að spyrja fólk eins og mig sem hefur enga vitneskju á svona hlutum.

„Þið spyrjið mig um pólitík og núna kóróna veiruna, af hverju mig? Ég geng um órakaður og með derhúfu."



Athugasemdir
banner
banner
banner